Þyrlusveitin aðstoðaði við rýmingu í Útkinn
Flogið um svæðið í birtingu.
4.10.2021 Kl: 13:26
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni almannavarna til að aðstoða við rýmingu í Útkinn vegna aurskriðna sem þar féllu. Flogið var með fjóra ábúendur á bænum Björgum í Útkinn til Húsavíkur. Þyrlusveitin var til taks á Akureyri yfir nóttina og flaug um svæðið ásamt lögreglu eftir hádegi í gær til að meta aðstæður.