Þyrlusveitin æfði með áhöfn Van Amstel

11. maí, 2023

Áhafnirnar æfðu leit og björgun.

11.5.2023 Kl: 12:52

Þyrlusveit
Landhelgisgæslunnar hélt sameiginlega æfingu með áhöfn hollenska herskipsins
Van Amstel vestur af landinu í vikunni.
Van Amstel tilheyrir fastaflota Atlantshafsbandalagsins sem hafði
viðkomu hér á landi á dögunum.

Áhafnirnar æfðu saman
leit og björgun en hífingar fóru fram við þyrlupall skipsins. Að æfingunni
lokinni fór hluti þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar um borð í NH-90 þyrlu
Van Amstel sem flaug til Reykjavíkur og lenti við flugskýli
Landhelgisgæslunnar. Þar gafst hollensku áhöfninni tækifæri á að kynnast
starfsemi Landhelgisgæslu Íslands.

Auðunn F. Kristinsson,
framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, Bjarni Ágúst Sigurðsson, flugrekstrarstjóri,
Hallbjörg Erla Fjeldsted, varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og
hluti þyrlusveitar tóku á móti hópnum í flugskýli LHG á
Reykjavíkurflugvelli.

Image00004_1683809627339Tómas Vilhjálmsson, spilmaður, og Kolbeinn Guðmundsson, sigmaður, um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Image00001_1683809627345Í flugskýli Landhelgisgæslunnar. 

Image00003_1683809627385Börur látnar síga úr TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar. 

Image00002_1683809627391Um borð í Van Amstel.