Þyrlusveitin kölluð fjórum sinnum út yfir verslunarmannahelgina

Þyrlurnar gerðar út frá Akureyri og Vestmannaeyjum.

  • Image00020_1691494564080

8.8.2023 Kl: 11:27

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var fjórum sinnum kölluð út um helgina. Áhafnirnar á TF-GNA og TF-GNA og TF-GRO önnuðust útköll yfir verslunarmannahelgina frá Akureyri og Vestmannaeyjum.

Á laugardag var þyrlusveitin kölluð út vegna slyss sem varð við heyskap í nágrenni Stykkishólms og aðfaranótt sunnudags var einn fluttur með þyrlunni frá Vestmannaeyjum vegna veikinda. Í gær var þyrlusveitin kölluð út tvívegis, annars vegar vegna manns í sjálfheldu í Fjósadal í nágrenni Patreksfjarðar og vegna veikinda í Hrafntinnuskeri.

Vel gekk að gera þyrlurnar út frá Eyjum og Norðurlandi en áhöfnin sem staðsett var fyrir norðan annaðist einnig umferðareftirlit úr lofti í samvinnu við lögregluna á Norðurlandi eystra.

Image00004_1691494563990Við Hrafntinnusker í gær.

Image00003_1691494563930TF-GNA, þyrla Landhelgisgæslunnar, á Reykjavíkurflugvelli. 

Image00019_1691494563869Æft við Þrídranga.

Image00017_1691494564096Magnús Pálmar Jónsson, sigmaður. 

Image00001_1691494563999Frá Vestmannaeyjum.