Tignarlegur Þór í síðdegissól

Þorgeir Baldursson ljósmyndari rakst á Þór við Seley á dögunum.

  • IMGL7426

21.9.2020 Kl: 11:18

Varðskipið Þór var tignarlegt í síðdegissólinni þegar það lá fyrir föstu við Seley í minni Reyðarfjarðar. Þorgeir Baldursson, ljósmyndari, náði þessari skemmtilegu mynd af varðskipinu á föstudag. 

Nokkrum tímum fyrr var áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar á svipuðum slóðum og smellti nokkrum myndum af skipinu í eftirlitsferðinni. 

Fleiri myndir af Þór má finna á heimasíðu Þorgeirs: www.thorgeirbald.123.is

IMGL7422