Tignarlegur Týr á Ísafirði
Viðburðaríkir dagar hjá áhöfninni.
5.10.2020 Kl: 14:25
Týr var tignarlegur í logninu á Ísafirði um helgina. Áhöfnin hefur staðið í ströngu síðustu daga og unnið við ýmis dufl og legufæri víða um land auk hefðbundinna æfinga.
Áhöfnin kom innsiglingadufli fyrir við höfnina á Skagaströnd auk þess sem rafgeymar voru hlaðnir og leiðarljós yfirfarin í Miðleiðaskeri og Skarfakletti á Breiðafirði.
Þegar stund er milli stríða getur áhöfnin sjálf verið gripin í landhelgi þegar Útvegsspilið er dregið fram að lokinni viðburðaríkri vakt.
Myndir: Garðar Nellett, Thorben Lund og Guðmundur St. Valdimarsson.
Rafgeymar og leiðarljós yfirfarin á Miðleiðarskeri og Skarfakletti í Breiðafirði.
Rafgeymarnir.Innsiglingadufli komið fyrir við höfnina á Skagaströnd.Áhöfnin að störfum við Skagaströnd.Veðrið hefur leikið við áhöfnina að undanförnu.Stund milli stríða. Útvegsspilið dregið fram.