Tilkynningar til sjófarenda komnar út í þrettánda sinn á árinu

ilkynningar til sjófarenda innihalda m.a. upplýsingar um sjókort og leiðréttingar þeirra auk annarra upplýsinga er varða öryggi í siglingum.

  • K513-2

20.12.2024 Kl: 21:50

Landhelgisgæslan gaf í dag út nýjustu Tilkynningar til sjófarenda en um er að ræða 13. útgáfu þessa árs. Tilkynningar til sjófarenda innihalda m.a. upplýsingar um sjókort og leiðréttingar þeirra auk annarra upplýsinga er varða öryggi í siglingum. Í þessari útgáfu Tilkynninga til sjófarenda er m.a. greint frá útgáfu á nýju hafnarkorti fyrir Drangsnes sem Landhelgisgæslan gaf einnig út í dag.
Tilkynningar til sjófarenda má nálgast á vefsíðu Landhelgisgæslunnar en tengil á vefslóðina er að finna í hlekknum hér að neðan.

Tilkynningar til sjófarenda | Landhelgisgæsla Íslands