Tillaga að deiliskipulagi

Öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli

22.06.2019 Kl: 8:00

Utanríkisráðuneytið hefur falið Landhelgisgæslu Íslands að vinna deiliskipulag fyrir öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli. Landhelgisgæsla Íslands auglýsir hér með í samræmi við 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 tillögu að deiliskipulagi á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Deiliskipulagssvæðið er um 760 ha að stærð og afmarkast sam­kvæmt auglýsingu nr. 720/2015 um landfræðileg mörk öryggis­ og varnarsvæða. Svæðið liggur að landsvæðum sem eru innan sveitarfélagamarka Reykjanesbæjar og Suðurnesjabæjar. Mörk meginsvæðis til austurs og að hluta til suðurs eru að landi innan Reykjanesbæjar, til norðurs að svæði Isavia (svæði A) á Keflavíkurflugvelli og til vesturs og suðurs að landi innan Suðurnesjabæjar.

Deiliskipulagstillagan fjallar m.a. um afmörkun nýrra svæða fyrir starfsemi innan svæðisins s.s. svæði fyrir skammtíma gisti­ aðstöðu, efnisvinnslusvæði, gistisvæði, geymslusvæði og aðra landnotkun og starfsemi.

Deiliskipulagstillagan verður aðgengileg á samráðsgátt stjórn­ valda (samradsgatt.is), heimasíðu utanríkisráðuneytisins og heimasíðu Landhelgisgæslu Íslands frá og með 24. júní 2019.

Þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta gefst kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athuga­ semdum til: Landhelgisgæslu Íslands, b.t. Sveinn Valdimarsson, skipulagsfulltrúa, Þjóðbraut 1, 235 Keflavíkurflugvöllur eða í tölvupósti á skipulagsfulltrui@lhg.is. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 20. ágúst 2019.

Hér fyrir neðan má finna gögn sem tengjast deiluskipulagstillögunni:

01_DSK-Greinargerð

02_Skipulagsuppdráttur

03_Skipulagsuppdráttur