Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út vegna vélsleðaslys
Vélsleðamaður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri.
15.1.2021 Kl: 16:19
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra á öðrum tímanum í dag vegna vélsleðaslyss í Tröllaskaga, nálægt Lágheiði. Áhöfnin á TF-EIR var á eftirlitsflugi þegar útkallið barst laust eftir klukkan hálf tvö í dag og hélt beint á staðinn. Óvíst var með meiðsli vélsleðamannsins og því var áhöfnin á TF-GRO jafnframt kölluð út ásamt lækni. TF-EIR var komin á slystað klukkan 14:30 og TF-GRO hálfri klukkustund síðar. Vélsleðamaðurinn var hífður um borð í TF-EIR og fluttur sjúkrahúsið á Akureyri.Þorgeir Baldursson tók meðfylgjandi myndir af TF-EIR þegar hún lenti við sjúkrahúsið á Akureyri á fjórða tímanum.
TF-EIR í útkalli vegna vélsleðamanns
TF-EIR lendir við sjúkrahúsið á Akureyri í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson TF-EIR á Akureyri. Ljósmynd: Þorgeir BaldurssonHrannar Sigurðarson, spilmðaur, og Björn Brekkan Björnsson, flugstjóri, ræða við lögreglumenn á Akureyri í dag. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.
Björn Brekkan Björnsson, Hrannar Sigurðarson og Andri Jóhannesson. Á myndina vantar Elvar Stein Þorvardsson, sigmann. Ljósmynd: Þorgeir Baldursson.