TF-LIF og TF-EIR, þyrlur Landhelgisgæslunnar, voru báðar kallaðar út vegna slyssins.
10.6.2019 Kl: 8:18
TF-LIF og TF-EIR, þyrlur Landhelgisgæslunnar, voru báðar kallaðar út á níunda tímanum í gærkvöld vegna flugslyss við Múlakot í Fljótshlíð. Tveir sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru með TF-EIR frá Reykjavík en báðar þyrlurnar lentu við lögreglustöðina á Hvolsvelli þar sem hinir slösuðu voru fluttir úr sjúkrabílum í þyrlurnar. Þyrlurnar fluttu tvo á Landspítalann í Fossvogi.
Líkt og fram kom tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi létust þrír í slysinu.