Tveir úr séraðgerðasveit til Tyrklands

Íslenska sveitin hélt utan í vikunni.

  • Andri-og-Haukur

9.2.2023 Kl: 12:35

Hópur íslenskra sérfræðinga á sviði aðgerðastjórnunar í rústabjörgun á hamfarasvæðum lagði af stað með flugvél Icelandair til jarðskjálftasvæðanna í Tyrklandi í vikunni. Tveir liðsmenn séraðgerðasveitar Landhelgisgæslunnar eru með í för en báðir hafa þeir umtalsverða reynslu af björgunarstörfum.

Stærstur hluti hópsins eru sérfræðingar sem starfa innan vébanda Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Um er að ræða aðgerðastjórnendur, verkfræðinga og stuðningsteymi. Ísland er virkur þáttakandi sérstaks samstarfsvettvangs á vegum Sameinuðu þjóðanna um rústabjörgun (INSARAG) og er sveitin á viðbragðslista hans.

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa óskuðu eftir aðstoð vegna hamfaranna sem þar hafa dunið yfir og hafa hjálparbeiðnir borist bæði í gegnum viðbragðskerfi Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalagsins. Til viðbótar við stuðning við hjálpar- og björgunarstarfið í Tyrklandi munu íslensk stjórnvöld styðja fórnarlömb jarðskjálftanna á Sýrlandi í gegnum alþjóðleg hjálparsamtök.

Andri-og-HaukurHópurinn áður en lagt var af stað.