Tvö útköll þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar í gær og í nótt

Veikur sjómaður sóttur til Vestmannaeyja og þyrlan kölluð til leitar.

  • IMG_0171

27.04.2020 Kl: 08:13

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sótti veikan sjómann til Vestmannaeyja á ellefta tímanum í gær og kom honum undir læknishendur í Reykjavík. Maðurinn veiktist um borð í fiskiskipi sem var rétt austur af Vestmannaeyjum. Skipið sigldi til Vestmannaeyja þar sem TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, sótti manninn og flutti til Reykjavíkur.

Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til leitar í nótt að tveimur göngumönnum sem höfðu ekki skilað sér til byggða. Talið var að þeir vær á göngu á Þverártindi. TF-GRO tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli á þriðja tímanum en áhöfnin hafði meðferðis nætursjónauka, hitamyndavél og búnað til að finna GSM síma. Stuttu eftir að þyrlan hélt frá Reykjavík fannst fólkið heilt á húfi en það hafði seinkað upphaflegri ferðaáætlun. Þyrlan sneri því við og lenti aftur í Reykjavík.

IMG_0177Kristján Björn Arnar, flugvirki og spilmaður, um borð í TF-GRO í nótt.