Týr aðstoðar vélarvana bát í Fljótavík

Skipverjar á Tý fóru með nýjan rafgeymi í bátinn

  • Img_0741-2-_1527782074921

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á níunda tímanum í morgun tilkynning um að bátur væri vélarvana norður af Hornvík. Strandveiðibátur í grenndinni tók hann í tog og hélt með hann fyrir Kögur. Varðskipið Týr var á nálægum slóðum og var óskað eftir því að það kæmi til móts við bátana og tæki við drættinum. Rúmum tveimur tímum síðar var Týr kominn í Fljótavík.

Samkvæmt upplýsingum frá skipstjóra reyndist báturinn vera rafmagnslaus og því var ákveðið að skipverjar á Tý færu með rafgeymi frá varðskipinu yfir í hinn vélarvana bát. Allt gekk að óskum og eftir að búið var að setja nýjan rafgeymi í bátinn sigldi hann fyrir eigin vélarafli til Bolungarvíkur.

Img_0614-2-Skipverjar á varðskipinu fóru  með rafgeymi í bátinn.


Img_0639-2-Strandveiðibátur í grenndinni tók bátinn í tog og hélt með hann fyrir Kögur.


Img_3214-2-Ljósmyndirnar tók Guðmundur St. Valdimarsson,bátsmaður, þegar varðskipið aðstoðaði strandveiðibátinn.