Týr í Önundarfirði

Varðskipið Týr kom til Önundarfjarðar í morgun.

  • Ljosmynd-1_1584443852436

17.3.2020 Kl: 10:04

Varðskipið Týr kom til Önundarfjarðar á áttunda tímanum morgun. Þar hefur verið lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu. Varðskipið verður til taks á svæðinu meðan óvissuástand ríkir. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands var ákveðið að rýma íbúðarhús við Ólafstún á Flateyri og nokkur önnur hús ofarlega í bænum, tvö íbúðarhús við Urðargötu á Patreksfirði og nokkur atvinnuhús við Seljalandsveg á Ísafirði. 

Um borð í varðskipinu gengur lífið sinn vanagang og venju samkvæmt flögguðu varðskipsmenn íslenska fánanum í Önundarfirði í morgun.

20200317_075014FlaggaðLjosmynd-2_1584443971978Týr í Önundarfirði.

89947705_207928530424118_1178916708266541056_n

Mynd tekin úr brú varðskipsins í morgun.

89980291_1297112387149896_2483475868664463360_nVarðskipið kom til Önundarfjarðar á áttunda tímanum.AhofnÞrír úr áhöfninni fyrir brottför.