Týr lét úr höfn

Áhöfn Týs brást skjótt við kallinu

  • 127819156_201472968261626_1742283990799605285_n

26.11.2020 Kl: 20:09

Áhöfnin á varðskipinu Tý brást skjótt við þegar ákveðið var að kalla hana út á ellefta tímanum í morgun til að auka viðbragð á sjó þar sem engin björgunarþyrla eða flugvél er tiltæk vegna verkfalls flugvirkja. 

Varðskipið lét úr höfn í Reykjavík á áttunda tímanum í kvöld og hélt áleiðis til Vestmannaeyja. 

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ræddi við áhöfnina fyrir brottför og þakkaði henni kærlega fyrir fórnfýsina. Áhöfnin var í fríi þegar kallið kom og alls ekki sjálfgefið að hægt sé að manna varðskip á jafn skömmum tíma og raunin varð í dag. Þeir fyrstu voru komnir um borð upp úr hádegi og aðrir keyrðu alla leið frá Norðurlandi. Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar aðstoðaði við undirbúning brottfararinnar. 

Afar mikilvægt er að hafa tvö varðskip á sjó við þessar aðstæður en varðskipið Þór er statt fyrir norðan land. Alls voru 200 skip og bátar á sjó í kerfum Landhelgisgæslunnar um miðjan dag. 

Týr verður til taks næstu daga á suðvesturhluta Íslandsmiða ef á þarf að halda.

IMG_4186Týr lætur úr höfn.IMG_4178Vélarnar ræstar.IMG_4168Landfestar losaðar.IMG_4163Séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar fjarlægir landganginn.
127819156_201472968261626_1742283990799605285_nEinar Valsson, skipherra, kom keyrandi frá Húsavík.
IMG_4157Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, ræðir við áhöfnina fyrir brottför.
IMG_4172Varðskipið Týr við Faxagarð.