Týr tignarlegur úr lofti

Varðskipið Týr hélt til eftirlits síðdegis í gær

  • Tyr-2

16.4.2020 Kl: 14:37

Varðskipið Týr hélt frá Reykjavík síðdegis í gær en gert er ráð fyrir að skipið verði í fimm vikur við eftirlitsstörf á Íslandsmiðum. Varðskipið Þór er einnig við eftirlit umhverfis landið og kemur ekki aftur til Reykjavíkur fyrr en Týr hefur verið í tvær vikur á sjó. 


Þegar Týr var á siglingu skammt utan Helguvíkur í gærkvöld var ljósmyndarinn Radek Werbowski með dróna á flugi og tók þessar skemmtilegu myndir af varðskipinu sem var einstaklega tignarlegt í ljósaskiptunum.


NotaVarðskipið Týr í gærkvöldi. Tyr4_1587049566425Týr er tignarlegur.Tyr3_1587049566427