Umfjöllun um þyrlusögu Landhelgisgæslunnar

  • Benni-Landinn

5.11.2024 Kl: 13:30

Þyrlusaga flugdeildar Landhelgisgæslu er rakin í nýrri og glæsilegri bók sem ber titilinn Til taks. Í bókinni er sagt frá baráttunni fyrir því að fá björgunarþyrlu til landsins, en þær hafa verið nokkrar í gegnum tíðina og æði misjafnar.


Tveir af höfundum bókarinnar, eru þyrluflugstjórarnir fyrrverandi, Páll Halldórsson og Benóný Ásgrímsson sem hafa komið að mörgum af eftirminnilegustu björgunarafrekum Landhelgisgæslunnar. Þriðji í hópi höfunda er Júlíus Ó. Einarsson, þjóðfræðingur og fyrrum lögreglumaður.


Sjónvarpsþátturinn Landinn slóst í för á æfingu með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar á dögunum ásamt Benóný. Í þættinum var þyrlusagan rakin og eftirminnileg atvik rifjuð upp. Sjá má umfjöllun Landans hér fyrir neðan.


Landinn - Landinn 3. nóvember 2024 | RÚV Sjónvarp


Til-taks