Úthald Baldurs óvenju langt árið 2021

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur var gert út til dýptarmælinga vegna sjókortagerðar frá 10. maí til 6. október.

  • Baldur-og-Dynjandi-sep21-Large-

5.1.2022 kl: 09:49

Baldur-og-Dynjandi-sep21-Large-Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur var gert út til dýptarmælinga vegna sjókortagerðar frá 10. maí til 6. október og var úthaldið því óvenju langt árið 2021. Áfram var haldið með skipulagðar fjölgeisladýptarmælingar í Ísafjarðardjúpi og við Hornstrandir en þar er bæði um að ræða endurmælingar á svæðum sem mæld voru með eingeislamæli fyrir margt löngu, en einnig frummælingar á svæðum sem ekki hafa verið mæld áður og má þar nefna nokkra innfirði í Djúpinu og eins með ströndinni frá Straumnesi og austur fyrir Horn. Þá var Baldur sendur inn í Húnaflóa til mælinga á Steingrímsfirði vegna undirbúnings að nýju hafnarkorti fyrir Drangsnes. Undir lok úthaldsins var Baldur við mælingar í innanverðum Arnarfirði vegna vinnu við nýtt sjókort af sunnanverðum Vestfjörðum, en vonir standa til að það verði gefið út á vordögum.

20210813_022851_resized_2Auk dýptarmælinga í sumar þá sinnti áhöfnin á Baldri ýmsum öðrum verkefnum sem inn á borð hennar komu, svo sem löggæslu en einnig ýmis konar aðstoð. Má þar nefna að Baldur dró vélarvana bát til hafnar auk þess að veita aðstoð tveimur strönduðum skútum. Þá aðstoðaði Baldur einnig við sjúkraflutning úr Hornvík en alvarlega veikur einstaklingur var tekinn um borð í Baldur og fluttur til móts við þyrlu.

Eftir að formlegu úthaldi Baldurs lauk aðstoðaði áhöfn hans við framkvæmd hinnar árlegu NATO æfingar Northern Challenge sem haldin var í lok október og var Baldur þá staðsettur á æfingasvæði í Hafnarfjarðarhöfn. Í byrjun nóvember voru svo gerðar fjölgeislamælingar í gömlu höfn Reykjavíkur og í Sundahöfn.

20210510_192823_resized_2

Baldur dró vélarvana bát til hafnar auk þess að veita aðstoð tveimur strönduðum skútum. 
20210824_145813_resizedÞá aðstoðaði Baldur einnig við sjúkraflutning úr Hornvík en alvarlega veikur einstaklingur var tekinn um borð í Baldur og fluttur til móts við þyrlu.