Útköllum fjölgar

Fyrstu fjóra mánuði ársins voru útköll 20% fleiri hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar en árið á undan.

  • Hnjukur2

22.5.2020 Kl: 9:55

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hefur haft í nógu að snúast það sem af er ári. Sveitin sinnti til að mynda 74 útköllum fyrstu fjóra mánuði ársins sem er rúmlega 20% aukning frá sama tíma í fyrra. 

Í vikunni fór áhöfnin á TF-GRO í tvö útköll. Annars vegar í leit að skipverja yfir Vopnafirði og hins vegar var slösuð kona sótt við Hvannadalshnjúk. 

Þegar mikið er flogið er viðhaldið í samræmi við það. TF-EIR er komin aftur í gagnið eftir smávægilega bilun. Þá lýkur hefðbundnu viðhaldi, sem TF-GRO þurfti að gangast undir að loknu útkallinu á Hvannadalshnjúk, mjög fljótlega. 

Meðfylgjandi myndir fékk Landhelgisgæslan sendar í gær og sýna aðstæður við Hvannadalshnjúk í vikunni.

Hnjukur1Konan hífð um borð í TF-GRO.Hnjukur2TF-GRO.