Útskrifaðist með meistarapróf í herfræðum

Snorre Greil er fyrsti starfsmaður Landhelgisgæslunnar sem útskrifast með meistarapróf úr skóla danska heraflans.

  • Img_3957

Snorre Greil, stýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, útskrifaðist á dögunum með meistarapróf í herfræðum (e. Master in Military Studies) frá Forsvarsakademiet, skóla danska heraflans. Snorre er fyrstur starfsmanna Landhelgisgæslunnar sem útskrifast með meistaragráðu frá skólanum. Lokaritgerð hans fjallaði um löggæslu í sambandi við olíumengun í sjó. Auk Snorre útskrifuðust um 20 nemendur danska heraflans á sama tíma. Landhelgisgæsla Íslands er afar stolt af árangri Snorre og óskar honum til hamingju með áfangann.

Img_3964Um 20 nemendur úr sjó- og landher danska heraflans útskrifuðust við hátíðlega athöfn.