Útskrifuðust sem atvinnukafarar

30. nóvember, 2018

Ellefu útskrifuðust sem atvinnukafarar eftir krefjandi námskeið.

30.11.2018 Kl: 16:39

Köfunarnámskeiði Landhelgisgæslunnar,
Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og ríkislögreglustjóra lauk í lok mánaðarins
með útskrift ellefu nemenda. Þrír þeirra eru starfsmenn Landhelgisgæslunnar en
um er að ræða eina allra erfiðustu þrekraun sem starfsmenn stofnunarinnar
gangast undir. Því er um mikið afrek að ræða og með útskriftinni í gær var
langþráður draumur margra að rætast. Nemendurnir ellefu útskrifuðust sem
atvinnukafarar eftir langt og strangt námskeið. Útskriftin sem fram fór í gær
var haldin í slökkvistöðinni á Tunguhálsi og Landhelgisgæslan óskar
útskriftarnemunum innilega til hamingju með áfangann.

47207048_2483046971721775_772462430964940800_oHópurinn sem útskrifaðist.

46996018_10212678874469154_2130882834896781312_nKristinn Ómar Jóhannsson.

47285171_10212757623957776_1974577705001156608_nAnton Örn Rúnarsson

Jon-Smari-TraustasonJón Smári Traustason

SadfHópurinn með leiðbeinendum.