Varaforseti Bandaríkjanna heimsótti Landhelgisgæsluna

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Mike Pence við komuna til landsins.

  • GASS6113

4.9.2019 Kl: 21:35

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, var meðal þeirra sem tóku á móti Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna við komuna til landsins í dag en hluti heimsóknarinnar fór einmitt fram á öryggissvæði LHG í Keflavík. Varaforsetinn heimsótti meðal annars stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli sem rekin er af Landhelgisgæslu Íslands. 

Þá hitti varaforsetinn Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, á fundi í húsi LHG áður en hann hélt af landi brott á níunda tímanum í kvöld. 

Séraðgerða- og sprengjueyðingardeild kom að öryggisgæslu, áhöfnin á TF-EIR var með viðbúnað úr lofti og varðbáturinn Óðinn var til taks við Höfða svo fátt eitt sé nefnt. 

Að auki hafði starfsfólk Gæslunnar á Keflavíkurflugvelli í mörg horn að líta vegna komu varaforsetans.

Ljósmyndari: Gassi

GASS6203Georg Kr. Lárusson og Mike PenceGASS6046Mike Pence tekur í hönd Jóns B. Guðnasonar, framkvæmdastjóra varnarmálasviðs LHG.IMG_1078Bílalest Pence fyrir utan stjórnstöð Atlantshafsbandalagsins á Keflavíkurflugvelli.1C0A4131Georg Kr. Lárusson, Mike Pence og Jón B. Guðnason ræða um varnarsamstarfið.GASS6026Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. 1C0A4547Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra með starfsmönnum Landhelgisgæslunnar og forsætisráðuneytisins.