Varðskip og þyrlur Landhelgisgæslunnar sinna eftirliti með loðnuveiði

- Áhöfnin á Þór og eftirlitsmenn Fiskistofu fóru um borð í loðnuskip í vikunni

  • Ahofnin-a-vardskipinu-Thor-med-grimur

12.2.2021 Kl: 15:06

Landhelgisgæsla Íslands og eftirlitsmenn Fiskistofu hafa að undanförnu sinnt víðtæku eftirliti á loðnumiðum með varðskipunum Tý og Þór. Einnig hefur þyrlusveit Gæslunnar sinnt eftirliti úr lofti. Þá hefur stjórnstöð Landhelgisgæslunnar haft heildarsýn yfir veiðarnar, verið í reglulegu sambandi við skipin, móttekið frá þeim tilkynningar um afla og leiðbeint um ýmis atriði.
Í morgun voru 6 norsk loðnuskip á veiðum auk eins skips frá Færeyjum. Þá voru tvö erlend skip á leið á miðin. Landhelgisgæslan hefur það hlutverk að fara um borð í erlend loðnuveiðiskip sem eru á leið frá landinu og hyggjast landa aflanum erlendis. Í slíkum tilvikum kannar Landhelgisgæslan afla þeirra og ber hann saman við aflaskeyti skipanna sem send eru til sameiginlegrar eftirlitsstöðvar Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu til að kanna hvort misræmi sé þar á milli. Í gær fór áhöfnin á Þór um borð í þrjú norsk loðnuveiðiskip ásamt eftirlitsmönnum Fiskistofu. Þar reyndist allt vera samkvæmt bókinni.
Í morgun höfðu norsk loðnuveiðiskip veitt samtals tæplega 35 þúsund tonn af tæplega 42 þúsund tonna heildarveiðiheimildum. Færeysk og grænlensk veiðiskip hafa ekki hafið veiðar að neinu ráði enda eru ekki sömu tímatakmarkanir á þeirra veiðum eins og gilda um veiðar norskra veiðiskipa.
Við för frá miðunum að loknum veiðum hefur Landhelgisgæslan heimild til að senda erlend fiskiskip á fyrirfram skilgreinda eftirlitsstaði og fer það eftir aðstæðum hvort eftirlitsmenn fara um borð til eftirlits. Ef ekki er talin ástæða til að fara um borð í skipin eru áhafnir þeirra beðnar um rafræn gögn sem eru yfirfarin áður en Landhelgisgæslan veitir skipinu heimild til áframhaldandi ferðar út úr efnahagslögsögunni.

Efitrlit með loðnuveiðum 2020

Norskt-lodnuveidiskipNorskt loðnuveiðiskip.
Maelingar-gerdarMælingar gerðar um borð.
Strangar-sottvarnaradstafanir-eru-vidhafdar-i-eftirlitinu-ad-thessu-sinniStrangar sóttvarnarráðstafanir eru í gildi þegar farið er um borð í skipin.
Skipherra-og-yfirstyrimadur-vardskipsins-Thors-undirbua-eftirlit-med-eftirlitsmonnum-FiskistofuSkipherra og yfirstyrimadur vardskipsins Þórs undirbúa eftirlit með eftirlitsmönnum fiskistofu.
Thorben-Lund-skipherra-a-vardskipinu-ThorThorben Lund, skipherra á varðskipinu Þór. 
TF-GRO-eftirlit-med-lodnuveidumEftirlit úr þyrlunni TF-GRO.
Lodnuveidi2Sex norsk loðnuveiðiskip voru á miðunum á morgun og tvö á leiðinni.
LodnuveidiLoðnuveiði.
Ur-siglingatolvu-thyrlunnarÚr siglingatölvu þyrlunnar TF-GRO.