Varðskipið Freyja gert tilbúið til heimferðar
Skipið málað í litum Landhelgisgæslunnar í Rotterdam.
Gert er ráð fyrir að skipið verði afhent Landhelgisgæslunni í næstu viku og búist er við að það komi heim til Siglufjarðar laugardaginn 6. nóvember.
Með tilkomu Freyju í flota Landhelgisgæslunnar mun Landhelgisgæslan hafa á að skipa tveimur afar öflugum varðskipum, sérútbúnum til að sinna löggæslu, leit og björgun á krefjandi hafsvæðum umhverfis Ísland.
Varðskipið Freyja er að miklu leyti sambærilegt varðskipinu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en það býr til að mynda yfir mun meiri dráttar- og björgunargetu en Þór. Varðskipið Freyja verður 86 metra langt og 20 metra breitt.

Friðrik Höskuldsson, yfirstýrimaður, og Einar H. Valsson, skipherra, í Rotterdam.

Freyja í slipp.
Varðskipið Freyja málað í Rotterdam.