Varðskipið Þór kallað út vegna snjóflóðahættu

Áhöfnin kölluð úr fríi

  • Lagt-i-hann

23.1.2021 Kl: 21:10

Varðskipið Þór lét úr höfn í Reykjavík klukkan 21 í kvöld og heldur vestur á firði. Áhöfn skipsins var kölluð út í dag vegna snjóflóðahættu á norðanverðum Vestfjörðum. Varðskipið Þór verður til taks á svæðinu í samvinnu við lögregluna á Vestfjörðum og almannavarnir meðan þurfa þykir. Gert er ráð fyrir að skipið verði komið til Önundarfjarðar um hádegisbil á morgun. Varðskipið Týr hefur undanfarna daga verið til taks á Norðurlandi, einnig vegna snjóflóðahættu. Meðfylgjandi myndir sýna varðskipið Þór sigla frá Faxagarði í kvöld og þá tók Þorgeir Baldursson myndir af Tý á Akureyri í dag.

Eirikur-Bragason-Pall-Geirdal-og-Anton-OrnAnton Örn, Eiríkur Bragason og Páll Geirdal.
Lagt-i-hannVarðskipið leggur í hann. Liðsmenn séraðgerðasveitar á bryggjunni.
Asgeir-Gudjonsson-og-Jonas-ThorvaldssonJónas Þorvaldsson og Ásgeir Guðjónsson.