NULL
Varðskipið Þór var glæsilegt á að líta er það kom til hafnar í Reykjavík í dag. Var varðskipið að koma frá Póllandi þar sem það hefur verið í slipp í reglubundnu viðhaldi síðastliðnar vikur í framhaldi af útboði þar um. Sólin skartaði sínu fegursta er Þór kom inn, nýmálaður og glansandi. Forstjóri og starfsmenn Landhelgisgæslunnar tóku á móti varðskipinu og áhöfn þess.
Verkið hefur gengið afar vel og stóðst allar áætlanir. Ráðgert er að Þór snúi til hefðbundinna starfa eftir helgi.
![]() |
Þór í innsiglingunni til Reykjavíkurhafnar. |
![]() |
Lagt að bryggju og okkar fólk með allt á hreinu. |
![]() |
Kominn heim. |