Varðskipið Þór kemur til hafnar í kvöld með fiskiskipið Kristínu

Varðskipið Þór er nú á leið til hafnar með fiskiskipið Kristínu GK 457 sem varð vélarvana í gær um 44 sjómílur vestur af Látrabjargi. Þór sækist ferðin vel og er áætlað að varðskipið komi með Kristínu til hafnar í Reykjavík í kvöld. 

Meðfylgjandi myndir af varðskipinu Þór með Kristínu GK 457 í togi eru teknar úr þyrlu Landhelgisgæslunnar sem var við löggæslu og eftirlit á Breiðafirði, Faxaflóa og Suðvesturmiðum í dag.