Varðskipið Þór komið með Hoffellið í tog

Varðskipið Þór er nú komið með Hoffellið í tog en skipið varð vélarvana um 160 sjómílur suðvestur af Færeyjum.

Varðskipið Þór var komið að Hoffellinu rétt fyrir ellefu í morgun og tók það áhöfnina á Þór aðeins tæpa tvo tíma að koma taug á milli skipanna þrátt fyrir töluverða ölduhæð. Þór er nú kominn á stefnu til Reykjavíkur með Hoffellið í drætti og er áætlað að varðskipið komi með Hoffellið til hafnar í vikulokin.

Meðfylgjandi myndir tók áhöfnin á Þór af vettvangi.