Varðskipið Týr við eftirlit í Síldarsmugunni
-14 íslensk skip á svæðinu í upphafi síðustu viku.
Varðskipið Týr hefur undanfarna daga verið við eftirlit í
Síldarsmugunni en þangað hélt áhöfn Týs á fimmtudaginn. Þegar mest var voru
fjórtán íslensk uppsjávarskip á svæðinu í byrjun síðustu viku en í morgun voru
þau orðin sjö.
Alls voru 27 skip auðkennd á slóðinni og reyndust þau öll hafa gild leyfi til veiða. Varðskipsmenn héldu til eftirlits í eitt íslenskt uppsjávarskip um helgina og þar var allt með besta móti. Aflabrögð skipanna voru ekki góð og því voru flest þeirra farin á ferðina að leita þegar varðskipið Týr yfirgaf svæðið í gærkvöld. Skipin voru á veiðum um 300 sjómílur austur af landinu.
Nokkur ár eru síðan íslenskt varðskip var síðast við eftirlit í Síldarsmugunni. Landhelgisgæslan hefur alþjóðlegum eftirlitsskyldum að gegna á svæðinu sem aðili að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðinu (NEAFC).
Áhöfnin á Tý á leið til eftirlits.Nokkur ár eru síðan íslenskt varðskip var við eftirlit í Síldarsmugunni.Landhelgisgæslan hefur alþjóðlegum eftirlitsskyldum að gegna á svæðinu sem aðili að Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðiráðinu (NEAFC).