Veikur maður sóttur í farþegaskip

Áhöfnin á varðskipinu Tý og björgunarsveitarmenn sóttu í nótt veikan mann um borð í farþegaskip norðaustur af Horni.

  • IMG_5449-2-

12.7.2019 Kl: 14:20

Áhöfnin á varðskipinu Tý og björgunarveitarmenn sóttu í nótt veikan mann um borð í farþegaskip norðaustur af Horni. Skömmu fyrir miðnætti hafði skipið samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir að eldri maður með mögulega heilablæðingu væri sóttur um borð í skipið og komið undir læknishendur í landi. 

Ekki reyndist mögulegt að senda þyrlu og var varðskipið Týr sem statt var á Vestfjarðamiðum sent til móts við farþegaskipið. 

Björgunarskipið Gisli Jónsson, á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, frá Ísafirði var sent í veg fyrir varðskipið með búnað og sjúkraflutningamenn frá Ísafirði. Sjúkraflutningamenn varðskipsins fóru um borð í farþegaskipið laust fyrir klukkan tvö í nótt og fluttu sjúklinginn um borð í Tý. 

Varðskipið kom með sjúklinginn til Ísafjarðar undir morgun en þaðan var hann sendur til Reykjavíkur með sjúkraflugi. 

66913643_467011080756894_7040126017247117312_n

Í áhöfn varðskip Landhelgisgæslunnar eru að jafnaði tveir menntaðir sjúkraflutningamenn.

IMG_5472-2-Sjúkraflutningamenn varðskipsins ásamt lækni fóru um borð í farþegaskipið laust fyrir klukkan tvö í nótt og fluttu sjúklinginn um borð í Tý.

IMG_5413-2-Frá aðgerðum næturinnar. Myndir: Áhöfnin á varðskipinu Tý.