Vegna leitar í Núpá

TF-LIF fór í loftið frá Akureyrarflugvelli klukkan 11:16 og eftir um hálftíma leit fannst piltinn látinn.

  • TF-LIF

13.12.2019 Kl: 15:23

Laust eftir hádegi í dag fann áhöfn TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, piltinn sem saknað hefur verið frá því á miðvikudagskvöld, eftir að hann féll í Núpá í Sölvadal, látinn.

Þyrlan lenti skammt frá og var lögreglu og björgunarsveitum á vettvangi strax gert viðvart. Eins og fram kom í tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi Eystra voru aðstandendur piltsins upplýstir, sem og norska sendiráðið á Íslandi.

TF-LIF fór í loftið frá Akureyrarflugvelli klukkan 11:16 og eftir um hálftíma leit fannst piltinn látinn, laust eftir klukkan 12. Auk áhafnar var um borð sérhæfður leitarmaður frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg.