Veikur maður sóttur í skútu

TF-GNA sótti sjúkling um borð í erlenda skútu djúpt suður af landinu

Síðdegis á föstudag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá bresku strandgæslunni um aðstoð þyrlu vegna sjúklings um borð í skútu um níutíu sjómílur suður af Ingólfshöfða. TF-GNA fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan hálffimm, á leiðinni á staðinn kom þyrlan við í Vestmannaeyjum til að taka eldsneyti. 

Um sexleytið kom þyrlan að skútunni þar sem sjúklingurinn var hífður um borð. Hann gat komið sér sjálfur út á dekk á hífingarstað, þar var hann svo settur í björgunarlykkju með klofól og hífður upp þegar lag gafst. Allt gekk að óskum en hífingar úr skútum geta reynst og varasamar vegna hárra mastra. 

Þyrlan lenti svo við Landspítalann í Fossvogi um klukkan hálfátta og sjúklingurinn komst undir læknishendur.