Veikur skipverji sóttur af þyrlu LHG
Beiðni um aðstoð barst frá erlendu herskipi sem statt var austur af landinu.
23.8.2021 Kl: 16:43
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust fyrir klukkan átta í morgun vegna veikinda um borð í erlendu herskipi sem statt var rúmar tuttugu sjómílur austur af Vattarnesi. Skipið var á hefðbundinni siglingu austur af landinu þegar beiðni um aðstoð barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Skipið var í um fimm sjómílur undan landi þegar hífingar hófust við krefjandi aðstæður. Mikil þoka var á svæðinu og skyggni lítið. Hífingar gengu afar vel og var skipverjanum komið undir læknishendur í Reykjavík.
Frá hífingum í morgun.