Vel gekk að koma taug á milli Þórs og Lagarfoss

Ferðin gengur vel

  • Image00002_1609239080636

29.12.2020 Kl: 10:50

Varðskipið Þór er nú komið með flutningaskipið Lagarfoss í tog áleiðis til Reykjavíkur. Varðskipið var komið að flutningaskipinu í nótt og vel gekk að koma dráttarvír á milli skipanna. Á fjórða tímanum í nótt var varðskipið komið á stefnu til Reykjavíkur með Lagarfoss í togi. Veðrið er með mestu ágætum, áhöfnin á Lagarfossi er örugg og ferðin gengur afar vel.


Taug komið á milli


Ljósmyndir: Anton Örn.
Image00004_1609239079726Páll Geirdal, skipherra, í brú Þórs.
Image00001_1609239080522Vel gekk að koma taug á milli skipanna.
Image00002_1609239080636