Vel heppnað úthald Freyju

Varðskipið er komið til Siglufjarðar eftir þriggja vikna úthald.

  • Vardskipid-Freyja

23.3.2023 Kl: 15:05

Varðskipið Freyja kom til heimahafnar á Siglufirði í gær eftir þriggja vikna úthald á hafsvæðinu umhverfis landið.

Áhöfnin á Freyju sinnti m.a eftirliti um borð í átta íslenskum fiskiskipum og tveimur erlendum innan efnahagslögsögunnar.

Mass-rescueÞá var töluvert um æfingar eins og vanalega en m.a voru haldnar æfingar með þyrlusveit, fjöldabjörgunaræfing í samstarfi við Slysavarnafélagið Landsbjörg í Keflavíkurhöfn, reykköfunaræfing, bóklegt og verklegt námskeið í endurlífgun auk grunn- og viðhaldsþjálfunar á léttbáta fyrir stýrimenn og þilfarsliða svo fátt eitt sé nefnt.

Næsta brottför Freyju er áætluð frá Siglufirði þann 12. apríl.

Hér fyrir neðan má sjá myndband sem Jón Steinar Sæmundsson tók af varðskipinu úti fyrir Stafnesi fyrr í mánuðinum.

Varðskipið Freyja