Samtök strandgæslustofnana norðurslóðaríkjanna voru með sýningu á ráðstefnunni.
23.10.2018 Kl 11:00
Ráðstefna Hringborðs Norðurslóða eða
Arctic Circle Assembly var haldin um liðna helgi. Samtök strandgæslustofnana
norðurslóðaríkjanna (e. Arctic Coast Guard Forum) voru með sýningu á
ráðstefnunni, þar sem sýnt var í máli og myndum hvernig norðurslóðaríkin átta
vinna saman að því að stuðla að auknu öryggi þeirra sem fara um höf
norðurslóða.
Finnar fara með formennsku í Samtökum
strandgæslustofnana norðurslóðaríkjanna en Ísland tekur við þeim heiðri snemma
næsta vor.