Vel sóttur leitar og björgunarfundur

Farið yfir atvik vegna sjófarenda og loftfara á árinu 2023

  • Image00003_1714405148573

29.4.2024 Kl: 15:37

Landhelgisgæsla Íslands hélt í morgun árlegan leitar og björgunarfund vegna leitar og björgunaratvika sjófarenda og loftfara á árinu 2023.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, setti fundinn og nýtti tækifærið og þakkaði viðbragðsaðilum fyrir sérlega gott og árangursríkt samstarf vegna leitar og björgunar á sjó og í lofti í fyrra.

Auðunn Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs, fór yfir það sem efst er á baugi hjá Landhelgisgæslunni um þessar mundir. Hann ræddi um stöðu á útboði vegna björgunarþyrla fyrir Landhelgisgæsluna og innleiðingu stofnunarinnar á aðgerðargrunni sem hefur gengið afar vel og bætt upplýsingaflæði Landhelgisgæslunnar til annarra viðbragðsaðila.

Guðbrandur Örn Arnarsson og Björn J. Gunnarsson fóru yfir sjóatvik sem komu á borð Slysavarnafélagsins Landsbjargar í fyrra auk þess sem þeir ræddu um ný björgunarskip félagsins sem reynst hafa afar vel.

Hallbjörg Erla Fjeldsted og Hreggviður Símonarson fóru yfir atvik og tölfræði Landhelgisgæslunnar á fundinum sem var vel sóttur.

Image00008_1714405148620Björn J. Gunnarsson og Guðbrandur Örn Arnarson frá Landsbjörg.

Image00003_1714405148573Hallbjörg Erla Fjeldsted fór yfir atvik Landhelgisgæslunnar í fyrra. 

Image00002_1714405148457Hallbjörg Erla Fjeldsted og Helga Jensdóttir, komu að skipulagningu fundarins.