Vélarvana í Hvalfirði

Björgunarsveitin á Akranesi og Elding II brugðust hratt við.

21.6.2019 Kl: 16:45

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst beiðni um aðstoð klukkan 15:18 frá vélarvana gúmmíbáti í Hvalfirði. Björgunarsveitin á Akranesi var þegar í stað kölluð út ásamt björgunarbátnum Margréti. Sömuleiðis var óskað eftir aðstoð frá áhöfn Eldingar II en hún brást hratt og örugglega við og hélt á staðinn. Áhöfn Eldingar fann bátinn en björgunarsveitin frá Akranesi náði að losa hann af grynningu. Elding II dregur nú gúmmíbátinn til Reykjavíkur. Tveir voru um borð og sakaði þá ekki.