Fjórða sinn sem efnt er til ráðstefnunnar hér á landi.
12.4.2019 Kl: 13:43
Landhelgisgæslan,
Samtök útgerða skemmtiferðaskipa á norðurslóðum (AECO) og leitar og
björgunarmiðstöðin í Norður-Noregi, efndu til ráðstefnu og viðbragðsæfingar í
Iðnó þar sem björgunarmál tengd siglingum skemmtiferðaskipa á norðurslóðum var
til umfjöllunar. Þetta er í fjórða sinn sem viðburðurinn er haldinn hér á
landi.
Þórdís R.
Gylfadóttir, dómsmálaráðherra, setti ráðstefnuna á þriðjudagsmorgun og bauð
gesti velkomna. Flutt voru ýmis erindi þar sem þátttakendum gafst kostur á að
fræðast um atvik sem hent hafa á undanförnum árum, heyra hvernig úr þeim var
leyst og bera saman bækur sínar.
Landhelgisgæslan
hefur unnið ötullega að undirbúningi þess ef bregðast þurfi við atviki þar sem
skemmtiferðaskip lendir í vanda. Í síðustu viku tók stofnunin þátt í Polaris
2019, umfangsmikilli æfingu, þar sem átta ríki unnu saman að fjöldabjörgun úr farþegaskipi.
Á
miðvikudeginum fór fram svonefnd skrifborðsæfing (e. table top exercise) og hana sóttu um sjötíu
fulltrúar björgunaraðila, útgerða og annarra sem starfa á norðurslóðum. Æfingin
gekk afar vel en þýðingarmikið er að auka þekkingu beggja aðila til að tryggja
að viðbrögð verði eins fumlaus og kostur er ef á reynir.
Auðunn Kristinsson, verkefnastjóri á aðgerðasviði, flytur ávarp.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar-, nýsköpunar og dómsmálaráðherra fluttii ávarp við tilefnið. Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar var meðal gesta.
Ráðstefnan var vel sótt.