Viðbúnaðaræfing Landhelgisgæslunnar og Geislavarna

Neyðarástand um borð í kjarnorkuknúnu flutningaskipi um 110 sjómílur norður af Þórshöfn var sett á svið.

  • Geislavarnaaefing-1

4.10.2022 Kl: 14:10

Landhelgisgæslan og Geislavarnir ríkisins stóðu nýverið að viðbúnaðaræfingu í samstarfi við systurstofnanir í Noregi og Danmörku. Neyðarástand um borð í kjarnorkuknúnu flutningaskipi um 110 sjómílur norður af Þórshöfn var sett á svið og var hlutverk þátttakenda að bregðast við því.

Æfingin er hluti af verkefni sem styrkt er af Norrænum kjarnöryggisrannsóknum (NKS) og samanstendur af syrpu æfinga, auk útgáfu handbókar og viðbragðsleiðbeininga á sviði öryggis og viðbúnaðar vegna geislavár á sjó. Æfingunni var stjórnað frá háskólanum Nord í Bodö en þátttakendur frá Landhelgisgæslunni og Geislavörnum nýttu samhæfingarmiðstöð almannavarna til þátttöku.

Æfingin var afar gagnleg og reyndist kærkomið tækifæri til að samhæfa viðbrögð stofnana sem allar stefna að sama marki en hafa fá tilefni til samvinnu. Samvinna er lykill að árangri í aðstæðum eins og um ræðir í æfingunni, m.a. miðlun upplýsinga úr sérhæfðum tölvulíkönum þar sem samkeyrðar eru upplýsingar um veður og uppsprettu geislunar til að greina bestu nálgun að björgun og viðbrögðum.

Kort-vegna-aefingarStaðsetning atburðarins.

Kort-vegna-aefingar-2