Viðbúnaður vegna flutningaskips sem varð aflvana
Varðskip, þyrlusveit og björgunarsveitir kallaðar út.
9.1.2023 Kl: 11:02
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um aflvana flutningaskip á fimmta tímanum í morgun. Áhöfnin á varðskipinu Þór og sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru þegar í stað kallaðar út auk þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar. Sömuleiðis voru nálæg skip beðin um að halda á staðinn til aðstoðar sem og dráttarbáturinn Magni úr Reykjavík.
Á níunda tímanum í morgun tókst áhöfn skipsins að koma vélum þess aftur í gang en þrettán voru um borð í skipinu sem sigldi í fylgd dráttarbátsins Magna til Reykjavíkur.