Viðhald á Straumnesfjalli
Áhafnir TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar og varðskipsins Týs komu að aðgerðinni.
Á dögunum vann áhöfn varðskipsins Týs ásamt áhöfninni á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, við viðhald ásendi sem nemur sjálfvirkar staðsetningarupplýsingar á Straumnesfjalli. Verkefnið var unnið í samvinnu við starfsmenn Neyðarlínunnar.
Viðhaldið fólst í endurnýjun á búnaði til rafmagnsframleiðslu fyrir sendi sem nemur sjálfvirkar staðsetningarupplýsingar.Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem voru teknar um borð í varðskipinu Tý.
Að uppsetningu lokinni flutti þyrlan búnað og rusl af fjallinu í 5 ferðum um borð í varðskipið.
Um borð í Tý
Áhöfnin á varðskipinu Tý
![20180825_113219](/media/uncategorized/20180825_113219.jpg)