Vindmylla felld í Þykkvabæ

Allra augu voru á séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar.

  • BA5B481CF8D532F35381DA707CF0B090FB063A8C091FFF0C60CE2FD04CE672E9_713x0

4.1.2022 Kl: 21:35

Óhætt er að segja að allra augu hafi verið á séraðgerða og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar þegar sveitin felld vindmyllu í Þykkvabæ í kvöld. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu á Vísi.is en fyrirfram var viðbúið að nokkrar sprengingar þyrfti til að fella mylluna. Þær urðu eilítið fleiri en upphaflega var gert ráð fyrir og að lokum félll vindmyllan í sjöttu sprenginu. 

Eigendur vindmyllunnar höfðu samband við Landhelgisgæsluna í gær þar sem möguleiki var fyrir hendi að hætta gæti stafað af spöðum vinmyllunnar í því mikla óveðri sem framundan er. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar vildu ekki skorast undan verkefninu sem viðbúið var að tæki nokkurn tíma. Undir venjulegum kringumstæðum tæki nokkra daga eða vikur að undirbúa fall mannvirkis af þessari stærðargráðu en sprengjusveitin hafði nokkrar klukkustundir til undirbúnings. 

Frá upphafi var viðbúið að nokkrar sprengingar þyrfti til enda var tilgangurinn að koma í veg fyrir tjón en ekki valda tjóni. Auðveldlega hefði verið hægt setja mikið magn sprengiefnis í vindmylluna en slíkt hefði valdið tjóni og skapað hættu en tilgangur verkefnisins var einmitt að koma í veg fyrir slíkt. Eigendur vindmyllunnar lögðu á það áherslu að stoðvirkið undir henni skemmdist ekki þar sem áætlað er að reisa aðra myllu í staðinn.

Verkefnið heppnaðist fullkomlega þó það hafi tekið eilítið lengri tíma en upphaflega var gert ráð fyrir. Sjá má þegar vindmyllan féll hér en myndbandið er fengið frá Stöð 2:

Vindmylla