Vinnuhópur norrænna sjókortasérfræðinga gekk vel

Fundurinn þótti árangursríkur.

  • 20240514_143418

16.5.2024 Kl: 13:07

Sjómælinga- og siglingaöryggisdeild LHG hélt á dögunum fund vinnuhóps norrænna sjókortagerðarsérfræðinga, Nordic Chart Production Expert Group (NCPEG).

Vinnuhópurinn er hluti af starfi Nordic Hydrographic Commission (NHC) sem er svæðisnefnd Alþjóða sjómælingastofnunarinnar (IHO) á Norðurlöndunum.

Staðfundir sem þessi eru haldnir annað hvert ár og eru afar mikilvægur samstarfsgrundvöllur fyrir sjókortagerðarfólk, ekki síst fyrir minni sjómælingastofnanir eins þá íslensku.

Fundurinn þótti árangursríkur og starf vinnuhópsins heldur áfram af krafti.

20240514_104110Fundurinn þótti árangursríkur.