Vitatúr að hausti
Áhöfnin á varðskipinu Þór lagði í síðustu viku af stað í árlegan vitatúr í samstarfi við Vegagerðina.
14.9.2020 Kl: 12:13
Áhöfnin á varðskipinu Þór lagði í síðustu viku af stað í árlegan vitatúr í samstarfi við Vegagerðina. Áratugum saman hafa varðskip siglt meðfram ströndum landsins vegna eftirlits með ljósvitum, skerjavitum, sjómerkjum og ljósduflum sem ekki er hægt að komast í frá landi.
Áhöfnin á varðskipinu Þór og starfsmenn Vegagerðarinnar sjá um eftirlit og viðhald á vitum og öðrum sjómerkjum í ferðinni. Meðal verkefna í vitatúrunum er að yfirfara rafgeyma og sólarspegla auk þess að endurnýja perur. Einnig er skipt um vindrafstöðvar auk annars tilfallandi viðhalds.
Meðfylgjandi myndir sýna þegar dufl og legufæri voru yfirfarin á dögunum. Legufæri ljósduflanna sem gjarnan er fjögurra tonna steinn ásamt allt að 70 metra langri keðju eru hífð upp á dekk Þórs og yfirfarin. Oft þarf að skipta út stórum hluta þeirra vegna tæringar. Myndir: Landhelgisgæslan / Nonni Ká og Sævar Már Magnússon.
Áhöfnin á varðskipinu hefur í nógu að snúast.
Handtökin eru fjölmörg.
Legufærin hífð upp.
Vinna við legufæri.
Baujusteinn sem er hluti af legufærinu hífður upp á dekk.
Vitatúrinn er árlegur.
Vesturboðadufl tekið á síðuna.
Bergþór Lund á spilinu.
Starfsmaður Vegagerðarinnar.
Duflið híft upp.