Vitatúr Týs

Í ferðinni var unnið að eftirliti á ljósvitum og ljósduflum á 44 stöðum víðs vegar um landið í samvinnu við siglingasvið Vegagerðarinnar.

  • Hrolfssker

28.06.2019 Kl: 17:34

Varðskipið Týr kom til hafnar í Reykjavík á miðvikudag eftir sérlega vel heppnaða tveggja vikna ferð umverfis Ísland. Í ferðinni var unnið að eftirliti á ljósvitum og ljósduflum á 44 stöðum víðs vegar um landið í samvinnu við siglingasvið Vegagerðarinnar. Töluverður búnaður var tekinn með frá Reykjavík enda verkefnið afar umfangsmikið.

Undir lok ferðarinnar fór svo fram hefðbundin æfing með áhöfninni á TF-EIR. 

Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Tý, tók meðfylgjandi myndir sem gefa skemmtilega mynd af þessari annasömu ferð varðskipsins.

Gjogurta-8-Áhöfnin á varðskipinu Tý ásamt starfsmönnum Vegagerðarinnar við Gjögurtá. 

Hrollaugseyjar-3-Vitinn á Hrollaugseyjum. 

Thridrangar-2-TF-EIR við Þrídranga.

Hrolfssker-6Mikinn búnað þarf til að sinna viðhaldi sem þessu. 

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-8-Týr og TF-EIR

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-21-Þyrluæfingin heppnaðist vel. 

Thyrluaefing-TF-EIR-VS-TYR-10-TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar.