Vitavinna á Geirfuglaskeri og í Þrídröngum
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðaði starfsmenn Vegagerðarinnar sem önnuðust viðhald á vitanum í Geirfuglaskeri og í Þrídröngum á dögunum.
3.11.2022 Kl: 12:51
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar aðstoðaði starfsmenn Vegagerðarinnar sem önnuðust viðhald á vitanum í Geirfuglaskeri og í Þrídröngum á dögunum. Vitinn í Geirfuglaskeri var settur upp árið 1956 og vitinn á Þrídröngum var tekinn í notkun árið 1942.
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er ekki hlaupið að því að komast að vitunum tveimur.
Ljósmyndir: Vegagerðin
Vitinn í Þrídröngum.
Unnið að viðhaldi.