Yfirhershöfðingi NATO heimsækir Ísland
Denis Mercier SACT skoðaði meðal annars öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli
Denis Mercier, yfirhershöfðingi hjá Atlantshafsbandalaginu, Supreme Allied Commander Transformation (SACT), kom hingað til lands í opinbera heimsókn í nýliðinni viku. Hann átti meðal annars fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og starfsfólki utanríkisráðuneytisins.
Denis Mercier, annars frá hægri, ásamt fulltrúum íslenskra stjórnvalda.
Á föstudag tóku fulltrúar Landhelgisgæslu Íslands ásamt fulltrúum utanríkisráðuneytisins á móti Mercier yfirhershöfðingja á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli. Þar var honum kynnt framkvæmd öryggis- og varnartengdra verkefna hér á landi en Landhelgisgæslan annast framkvæmdina í umboði utanríkisráðherra.
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Denis Mercier yfirhershöfðingi.
Á meðal þeirra atriða sem farið var yfir voru loftrýmiseftirlit, loftrýmisgæsla, gistiríkjastuðningur og framkvæmdir á öryggissvæðunum.