Yfirmaður annars flota Bandaríkjanna í heimsókn
Fylgdist með björgunaræfingu og var hífður um borð í TF-EIR.
3.3.2021 Kl: 12:30
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti aðmírálnum Andrew Lewis, yfirmanni 2. flota sjóhers Bandaríkjanna. Lewis kynnti sér hlutverk Landhelgisgæslu Íslands og heimsótti meðal annars stjórnstöð. Að auki fór hann um borð í varðskipið Þór sem statt var í nágrenni Reykjavíkur og kynnti sér skipið og störf áhafnarinnar.
Hann fylgdist einnig með sjóbjörgunaræfingu þyrlusveitar og áhafnar varðskipsins en æfingunni lauk með því að Lewis var hífður um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar.
Vel var gætt að sóttvörnum við heimsóknina og þess má einnig geta að Lewis og fylgdarlið hans hafa lokið bólusetningu við COVID-19.
Lewis kynnti sér starfsemina í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.
Andrew Lewis, yfirmaður 2. flota sjóhers Bandaríkjanna og Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands.
Lewis á kynningu í varðskipinu Þór.
Varðbáturinn Óðinn í Reykjavíkurhöfn.
Teitur Gunnarsson, sigmaður, sígur um borð í varðskipið Þór.
Um borð í varðskipinu Þór.
Lewis undirbúinn fyrir hífingu frá varðskipinu.
Hífður um borð í TF-EIR.