Yfirmenn norsku strandgæslunnar í heimsókn

Heimsóttu Landhelgisgæsluna á dögunum.

  • Nordmenn

2.6.2022 Kl: 13:35

Yfirmenn norsku strandgæslunnar heimsóttu Landhelgisgæsluna á dögunum og kynntu sér starfsemi, verkefni og tækjakost stofnunarinnar.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti þeim Oliver Bardal, yfirmanni norsku strandgæslunnar, og Endre Barane, næstráðanda hans en vegna faraldursins var orðið nokkuð langt liðið frá síðustu heimsókn.

Landhelgisgæslan og norska strandgæslan eiga í góðu samstarfi og á næsta ári koma stjórnendur Landhelgisgæslunnar til með að sækja Norðmennina heim. 

Nordmenn2

Oliver Bardal, yfirmaður norsku strandgæslunnar, og Endre Barane, næstráðandi hans um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þeir kynntu sér starfsemi stofnunarinnar á dögunum.