Hafið strax samband við stjórnstöð ef slys verður um borð, því fyrstu viðbrögð skipta miklu máli.
Að festa teppi og aðra lausa hluti sem eiga að fylgja sjúklingi undir öryggisólarnar á sjúkrabörunum.
Stöðvið ávallt ratsjárloftnet (scanner) fyrir hífingu.
Þegar tilbúið er til hífingar er gefið merki, kreppið lófa og þumalfingur upp.
Látið sjúkrabörur snerta rekkverk eða lunningu áður en tekið er á þeim, vegna stöðurafmagns.
Góð veðurlýsing er gulli betri
Athugið! Stranglega er bannað að festa spilvírinn og tengilínu um borð í skipinu. Látið krókinn ávallt útfyrir borðstokkinn eftir að hann hefur verið losaður úr sjúkrabörunum og haldið sambandi með tengilínunni.
**Læknir er í áhöfn þyrlunnar í öllum leitar-, björgunar- og sjúkraflugum.