Leit og björgun

Almennt um móttöku á björgunarþyrlu LHG

Upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir þegar óskað er eftir þyrlu vegna leitar-, björgunar- eða sjúkraflugs og/eða ráðleggingum læknis.
1. Nafn skips:
Kallmerki:
Skipaskrárnúmer:
Gerð skips:

2. Staðarákvörðun:
Klukkan:
Stefna RV/MV til næstu hafnar eða brottfararstaðar þyrlu:
Hraði:

3. Ástand og fjöldi sjúklinga:
Kyn/aldur:
Lífsmark (meðvitund/öndun/púls):
Eðli veikinda:
Blóðmissir:

4. Veður:
Vindstefna/vindhraði:
Skyggni/skýjahæð:
Tegund úrkomu:
Sjólag:
Lofthiti:

5. Fjarskipti: Rás-16, 2182 kHz
Farsími:
Annað:

6. Hvar er öruggast að hífa upp frá skipinu:
(Ath. Hindranir og lausa hluti.)
Útkallssími
511 3333
Inmarsat-C
425 101 519
Bréfsími (fax)
545 2001
Stjórnstöð sími
545 2100
DSC-númer: 002510100
Hafið strax samband við stjórnstöð ef slys verður um borð, því fyrstu viðbrögð skipta miklu máli.
Að festa teppi og aðra lausa hluti sem eiga að fylgja sjúklingi undir öryggisólarnar á sjúkrabörunum.
Stöðvið ávallt ratsjárloftnet (scanner) fyrir hífingu.
Þegar tilbúið er til hífingar er gefið merki, kreppið lófa og þumalfingur upp.
Látið sjúkrabörur snerta rekkverk eða lunningu áður en tekið er á þeim, vegna stöðurafmagns.
Góð veðurlýsing er gulli betri
Athugið! Stranglega er bannað að festa spilvírinn og tengilínu um borð í skipinu. Látið krókinn ávallt útfyrir borðstokkinn eftir að hann hefur verið losaður úr sjúkrabörunum og haldið sambandi með tengilínunni.

**Læknir er í áhöfn þyrlunnar í öllum leitar-, björgunar- og sjúkraflugum.